Lést í snjóflóði á Svalbarða

Á Svalbarða
Á Svalbarða Ljósmynd/Rafn S. Sigurðsson

21 árs piltur lést í snjóflóði á Svalbarða í gær, laugardag. Pilturinn var akandi á vélsleða þegar hann lenti í flóðinu. Sýslumaðurinn á Svalbarða fékk tilkynningu um flóðið stuttu fyrir hádegi og strax var sett í gang leit á svæðinu. 

Staðurinn þar sem flóðið féll er afskekkt og erfitt getur verið að komast þangað án þess að vera á vélsleða eða með þyrlu. Um klukkan 16 í gær fannst pilturinn látinn en þar sem hann var einn á ferð er ekki vitað hver aðdragandi flóðsins var eða hvað það var sem hleypti því af stað. 

Pilturinn sem lést var búsettur í Longyearbyen á Svalbarða þar sem hann starfaði sem vélvirki, en slysið átti sér stað um 7 km suður af bænum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert