Mannskætt snjóflóð í Frakklandi

Sjúkraflutningamenn með lík eins skíðamannsins.
Sjúkraflutningamenn með lík eins skíðamannsins. AFP

Sex skíðamenn létu lífið í gær í frönsku Ölpunum þegar stórt snjóflóð féll í Queyras-dalnum. Mennirnir, sem voru allir franskir, voru reyndir skíðamenn. 

Þrír þeirra fundust látnir fljótlega eftir snjóflóðið í gær en hinir þrír fundust nú í morgun. 

Skíðamennirnir höfðu dvalið á svæðinu Ceillac þar sem þeir voru hófu að skíða í 2500 metra hæð. Þegar þeir skiluðu sér ekki heim aftur um kvöldið var hafin leit að þeim. Snjóflóðahættan á þeim tíma var talin vera 3 á skalanum 1-5. Franska fjallalögreglan hefur hafið rannsókn á málinu. 

Fyrr í vikunni létust tveir skíðamenn, þar af annar fjallaleiðsögumaður, einnig í frönsku ölpunum og á föstudaginn féll breskur skíðamaður 100 metra og lést við fallið. Hann var að skíða á norðurhlið Tour Ronde, nálægt skíðabænum Chamonix. 

Alls hafa 17 látist í snjóflóðum í Frakklandi í vetur og alls 30 í Ölpunum öllum. 

Björgunarsveitarþyrla var notuð við leitina að mönnunum sem týndust í …
Björgunarsveitarþyrla var notuð við leitina að mönnunum sem týndust í snjóflóðinu nálægt Ceillac í Frakklandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert