Gyðingahatur að aukast í Frakklandi?

Fjölmargir minntust fórnarlamba árásarinnar á matvöruverslun gyðinga í París fyrr …
Fjölmargir minntust fórnarlamba árásarinnar á matvöruverslun gyðinga í París fyrr í mánuðinum. AFP

Atvikum sem má tengja við gyðingahatur fjölgaði um helming í Frakklandi á síðasta ári. Mesta fjölgunin varð í ofbeldismálum. Þetta kemur fram í skýrslu stærstu samtaka gyðinga í Frakklandi í dag.

Skráð var 851 atvik tengt gyðingahatri í Frakklandi 2014. Árið 2013 voru þau 423. Atvikum þar sem ofbeldi var til staðar fjölgaði úr 105 í 241 milli ára. 

Aðeins eru þrjár vikur síðan maður réðst inn í matvörubúð í gyðingahverfi í París og tók fólk í gíslingu. Þar létust fjórir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert