Verður tekinn af lífi í kvöld

Warren Lee Hill verður tekinn af lífi í kvöld.
Warren Lee Hill verður tekinn af lífi í kvöld. AFP

Warren Lee Hill, sem tvisvar hefur verið fundinn sekur um morð, verður tekinn af lífi í Georgíu í Bandaríkjunum í kvöld þrátt fyrir örvæntingarfullar beiðnir frá mannréttindasamtökum og lögfræðingum.

Greindarvísitala Hills er um 70 stig. Lögmaður hans telur að ekki eigi að taka hann af lífi sökum fötlunar hans. Lögmaðurinn segir að í öllum öðrum fylkjum fengi Hill lífstíðardóm en yrði ekki tekinn af lífi.

Ákveðið var árið 1990 að Hill yrði tekinn af lífi eftir að hann myrti fanga í fangelsi þar sem hann afplánaði dóm. Barði hann fangann til dauða. Hill afplánaði þá lífstíðardóm en hann myrti kærustu sína árið 1985.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert