70 þúsund tilheyra glæpagengjum

Frá San Salvador, höfuðborg landsins.
Frá San Salvador, höfuðborg landsins. Af Wikipedia

Lögregla í El Salvador handtók í gær 117 manns sem grunaðir eru um að vera meðlimir í glæpagengjum.

Vopn og skotfæri voru gerð upp í aðgerðum lögreglu sem fóru fram í lögregluumdæmunum San Vicente, La Paz og Cabanas ásamt annarra. 

Glæpagengi hafa lengi verið skaðvaldur í El Salvador og fleiri ríkjum Miðameríku, eins og Guatemala. 

Þó svo að gengin hafi fylgt vopnahléi síðan 2012 eru þrettán manns myrtir í landinu á dag að meðaltali. Lögregla tengir flest morðin við ofbeldi tengt glæpagengjum. 

Talið er að 70 þúsund manns tilheyri glæpagengjum í El Salvador, en af þeim sitja um 10 þúsund í fangelsi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert