Felldu háttsettan herforingja Kúrda

Hermenn Kúrda í Írak.
Hermenn Kúrda í Írak. AFP

Háttsettur herforingi í her Kúrda í Írak féll og fimm aðrir kúrdískir hermenn í mikilli sókn vígamanna hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í nágrenni borgarinnar Kirkuk í Írak. Hershöfðinginn Shirko Rauf lét lífið í átökunum sem hófust í kjölfarið en þau standa enn yfir.

Fram kemur í frétt AFP að Ríki íslams hafi sótt fram sunnan og vestan við borgina en sóknin hafi hafist í nótt. Þungavopnum hafi verið beitt í átökunum. Hryðjuverkasamtökin hafa síðan í júní í sumar lagt undir sig stóran hluta af Írak en Kúrdar hafa veitt þeim mótstöðu og tekist að ná talsverðum svæðum aftur af samtökunum. Þá hefur her Íraks einnig náð nokkrum árangri í átökum við Ríki íslams á undanförnum vikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert