Réðst inn í upptökuver sjónvarpsstöðvar

19 ára maður vopnaður gervibyssu var handtekinn í upptökuveri hollensku fréttastofunnar NOS í gærkvöldi. Var byggingin rýmd í kjölfarið og féll dagskrá niður. Maðurinn var fínt klæddur og gekkhratt um upptökuverið og bað um að fá að birtast í sjónvarpinu. BBC segir frá þessu. 

Vopnuð lögregla réðst inn í upptökuverið og handtók manninn eftir að hann hótaði starfsfólki stöðvarinnar með byssunni. Hann er sagður vera nítján ára gamall og frá bænum Pijnacker nálægt Haag. 

Hann er í haldi grunaður um hótandir, vopnaeign og gíslatöku. Dóms- og öryggismálaráðherra Holllands, Ivo Opstelten, sagði að allt benti til þess að maðurinn hafi verið einn að verki. 

Ekki er vitað hvað manninum gekk til. Hollenskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að hann sé nemandi í tækniháskóla og hafi nýlega misst foreldra sína. Upptökur NOS sýna manninn segjast hafa verið ráðinn af leyniþjónustunni. Jafnframt hefur bréf frá manninum verið birt á vefsíðu stöðvarinnar. Hótar hann starfsfólki stöðvarinnar í bréfinu, varar við sprengju- og netárásum ef hann fengi ekki að komast í beina útsendingu. 

Hér má sjá manninn í upptökuverinu.
Hér má sjá manninn í upptökuverinu. AFP
Lögregla réðst inn í upptökuverið og afvopnaði manninn.
Lögregla réðst inn í upptökuverið og afvopnaði manninn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert