Romney ræsir ekki kosningavélina

Mitt Romney.
Mitt Romney. AFP

Mitt Romney hefur gefið út að hann muni ekki reyna að ræsa kosningavél sína og reyna að ná kjöri í forsetakosningunum bandarísku sem fram fara á næsta ári. Talið var víst að Romney myndi berjast um forsetastólinn í þriðja sinn en hann hefur blásið þann orðróm af borðinu.

Romney bar sigur út býtum í forvali Repúblikanaflokksins árið 2012 og var andstæðingur Baracks Obama sem sóttist þá eftir endurkjöri. Romney, sem er fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, hefur undanfarna daga átt fundi með bandamönnum sínum og mögulegum styrktaraðilum. 

Hann sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hann segist hafa íhugað málið vel og komist að þeirri niðurstöðu að kominn væri tími á nýja menn innan Repúblikanaflokksins til að láta ljós sitt skína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert