Sjaldgæfan hákarl rak á land

Stór munnur einkennir dýrið.
Stór munnur einkennir dýrið. Wikipedia

Afar sjaldgæfan hákarl rak á land á Filippseyjum í vikunni. Stór munnur einkennir dýrið en aðeins hafa sést tæplega 70 hákarlar af þessari tegund í heiminum. Hákarlinn var dauður þegar hann rak á land.

Dýrið reyndist vera rúmir 4,5 metrar að lengd. Þorpsbúar ákváðu að geyma það á klaka svo hægt væri að virða það fyrir sér.

Ekki er mikið vitað um tegundina. Þó er talið að dýrið geti orðið um hundrað ára. Það fer sér hægt í sjónum, syndir með stóran kjaftinn opinn og nær þannig í svif og og marglyttur.

Hér er hægt að virða dýrið fyrir sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert