Lögreglumaður ákærður vegna voðaskots

EPA

Bandarískur lögreglumaður hefur verið ákærður fyrir að hafa skotið óvopnaðan mann til bana í New York. Atvikið átti sér stað í fjölbýlishúsi í nóvember sl.

Lögmaðurnn Scott Rynecki segir í samtali við Associated Press að sérstakur kviðdómur hafi ákært lögreglumanninn Peter Liang fyrir að bera ábyrgð á dauða Akai Gurley, en hann var 28 ára gamall og þeldökkur. 

Mikil mótmæli hafa brotist út í Bandaríkjunum þegar kviðdómar hafa ákveðið að sækja lögreglumenn ekki til saka í tengslum við svipuð mál. 

Lögreglan sagði að dauði Gurley hefði verið slys.

Gurly var á ferðinin ásamt sambýliskonu sinni þegar hann opnaði dyr að dimmum stigagangi þar sem lögreglumaðurinn var staddur 20. nóvember sl., en þar var hann við eftirlit. 

Lögreglan sagði að Liang hefði skotið án þess að segja nokkuð og að því er virtist fyrir slysni. 

Ekki hefur verið birt formleg tilkynning um ákvörðun kviðdómsins, að því er segir í frétt á vef breska ríkisútvarpsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka