Bloggari brytjaður í spað

Hundruð tóku þátt í mótmælum í höfuðborg Bangladess, Dhaka, í morgun, en fólkið lýsti yfir andúð sinni á morði á bandarískum bloggara í borginni í gærkvöldi. Maðurinn var brytjaður í spað með sveðjum en enginn hefur verið handtekinn vegna morðsins.

Meðal þeirra sem mótmæltu drápinu eru kennarar, rithöfundar og útgefendur en þeir komu saman skammt frá þeim stað sem Avijit Roy,stofnandi Mukto-Mona bloggsins, var myrtur í gærkvöldi. Hann var koma heim til sín af bókamessu ásamt eiginkonu þegar hópur árásarmanna réðst á þau. Konan hans er þungt haldin á sjúkrahúsi.

Avijit Roy hafði fengið hótanir frá íslamistum en hann var guðleysingi sem boðaði veraldarhyggju við litla hrifningu meðal öfgahópa. Hann er annar trúleysinginn og bloggarinn sem er tekinn af lífi með þessum hætti í Bangladess á innan við tveimur árum.

Faðir Avijit Roy segist hafa varað son inn við ástandinu í Bangladess og að þetta væri ekki rétti staðurinn fyrir hann að vera á. En hann hafði komið til landsins til þess að hitta móður sina og að kynna tvær bækur sínar sem voru að koma út í tengslum við bókamessuna. 

Faðirinn, Ajay Roy, segir að sonur hans hafi fengið ítrekaðar hótanir frá íslamistum áður en hann fór til Bangladess þann 16. febrúar sl. Harðlínu-íslamistar hafa lengi krafist þess að trúleysingjar sem birta blogg með skoðunum sínum verði teknir af lífi opinberlega. Þeir hafa krafist þess að ný lög verði sett í landinu sem koma í veg fyrir að hægt sé að skrifa gagnrýni um íslam.

Eiginkona Avijit Roys, Rafida Ahmed Banna
Eiginkona Avijit Roys, Rafida Ahmed Banna AFP
Avijit Roy var bryjaður í spað úti á götu í …
Avijit Roy var bryjaður í spað úti á götu í gærkvöldi. EPA
AFP
AFP
Fjölmargir hafa í morgun morðinu á bandaríska bloggaranum.
Fjölmargir hafa í morgun morðinu á bandaríska bloggaranum. AFP
Eiginkona Avijit Roys, Rafida Ahmed Banna
Eiginkona Avijit Roys, Rafida Ahmed Banna AFP
Avijit Roy var bryjaður í spað úti á götu í …
Avijit Roy var bryjaður í spað úti á götu í gærkvöldi. EPA
AFP
AFP
Fjölmargir hafa í morgun morðinu á bandaríska bloggaranum.
Fjölmargir hafa í morgun morðinu á bandaríska bloggaranum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert