Margir Rússar fallnir í Úkraínu

Rússneskir hermenn.
Rússneskir hermenn. AFP

Fjöldi rússneskra hermanna hefur fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu að sögn Alexanders Vershbows, aðstoðarframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. „Mikill fjöldi rússneskra hermanna berst og fellur í Austur-Úkraínu,“ sagði Vershbow á blaðamannafundi í Riga, höfuðborg Lettlands, í gær.

Sagði hann að það yrði stöðugt erfiðara fyrir rússnesk stjórnvöld að leyna þessu.

Rússenskir embættismenn vísuðu í gær á bug fullyrðingum Bandaríkjamanna um að rússnesk stjórnvöld hefðu sent „þúsundir“ hermanna til að berjast með aðskilnaðarsinnum í Úkraínu. „Þessar tölur, sem eru úr lausu lofti gripnar, draga auðvitað kjark úr og rugla alþjóðasamfélagið í ríminu,“ sagði Alexander Lúkasjevits, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins.

Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á þingi í vikunni að þúsundir rússneskra hermanna væru í Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert