Ekki hægt að vera „feitur“ á Facebook

Ekki er lengur hægt að segjast
Ekki er lengur hægt að segjast "vera feitur" á Facebook, enda er það ekki tilfinning. Skjáskot af Facebook

Ekki er lengur hægt að segjast vera „feitur“ (feeling fat) í stöðuuppfærslum á Facebook. Var möguleikinn tekinn út eftir að baráttuhópur sem berst fyrir bættri líkamsímynd fólks þrýsti á samfélagsmiðilinn.  

Þetta kemur fram á vef BBC. 

Gagnrýndi hópurinn Endangered Bodies Facebook eftir að hægt var að segjast vera „feitur“ á miðlinum, rétt eins og „jákvæður“ og „vonlaus“. Hefur miðillinn nú breytt möguleikanum í „saddur“.

„Við heyrðum frá samfélagi okkar að það að „vera feitur“ sem möguleiki í stöðuuppfærlsu gæti ýtt undir neikvæða líkamsmynd, sérstaklega fyrir þá sem berjast við átraskanir,“ sagði í yfirlýsingu frá Facebook. Lagði samfélagsmiðillinn jafnframt áherslu á að hlustað verður áfram á skoðanir notenda, en rúmlega 16 þúsund manns skrifuðu undir undirskriftarlista þess efnis að Facebook breytti möguleikanum. Var lögð áhersla á að það að vera feitur er ekki tilfinning. 

Konan sem kom undirskriftarlistanum af stað, Catherine Weingarten skrifaði á Facebook. „Þessi árangur sýnir okkur að í sameiningu getur við ögrað skilaboðum sem hindra okkur í að elska okkur sjálf og lifa þægilega í líkömum okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert