Þúsundir fylgdu konunginum

Þúsundir manna fylgdust með í dag þegar kista Ríkharðs III., fyrrverandi konungs Englands, var flutt um götur Leicester-borgar rúmum fimm öldum eftir að hann féll í orrustu.

Kistan var flutt að Bosworth þar sem Ríkharður féll í orrustu árið 1485. Margir mættu á staðinn klæddir í búninga frá þeim tíma. Sumir í herklæðum. Þá var konungurinn heiðraður með 21 fallbyssuskoti. Kistan var síðan flutt í dómkirkjuna í Leicester.

Líkamsleifar Ríkharðs fundust árið 2012 undir bílastæði í Leicester. Þær verða grafnar við dómkirkjuna í Leicester á fimmtudaginn að viðstöddum fulltrúum bresku konungsfjölskyldunnar og öðrum fyrirmennum. Þá verður sjónvarpað beint frá atburðinum.

AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert