Eru þetta fallegustu andlit Bretlands?

Eru þetta fallegustu andlit heims?
Eru þetta fallegustu andlit heims? Skjáskot af Sky

Til að komast að því hvernig fallegasta fólk veraldar lítur út voru Bretar spurðir um hvað það væri í útliti fólks sem þeim þætti mest aðlaðandi. Niðurstöðurnar voru lagðar saman og tvær myndir af karli og konu búnar til. 

Fyrirtæki sem sérhæfir sig í að teikna myndir af meintum glæpamönnum eftir lýsingu vitna stóð m.a. að könnuninni. Meðal þess sem spurt var um var hversu þykkar varir ættu að vera, hversu stór nef ættu að vera og hvernig hárið ætti að vera. 

Búnar voru til myndir út frá þessum niðurstöðum og 100 manna dómnefnd svo fengin til að skera úr um hvaða andlit væru fallegust.

Teymi undir forystu vísindamannsins Chris Solomons, sem sérhæfir sig í því að kortleggja andlit fólks, bjó svo til tvær myndir, sem fylgja þessari frétt, úr lokaniðurstöðunum.

Rannsóknin var framkvæmd við háskólann í Kent. Solomon segir að rannsóknin eigi aðeins við um álit Breta á fegurð, önnur útkoma kæmi eflaust í ljós ef könnunin væri gerð annars staðar í heiminum.

Karlar og konur voru spurð um falleg útlitseinkenni beggja kynja. Solomon segir að í ljós hafi komið að konur og karlar hafa ekki sömu skoðanir á fegurð. Hann segir að konur hafi lýst kvenlegri andlitsdráttum þegar kom að karlmönnum en karlar gerðu sjálfir.

Það sama kom í ljós þegar karlar og konur voru spurð um falleg kvenmannsandlit. Konurnar lýstu „kynþokkafyllri“ þáttum en karlar, s.s. þykkari vörum, grennra andliti, stærri augum og hærri kinnbeinum en karlar gerðu er þeir lýstu því sem þeim þótti fallegt í andlitum kvenna.

Frétt Sky um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert