Fundust látin í faðmlögum

Fólkið hafði búið á Spáni í 18 ár.
Fólkið hafði búið á Spáni í 18 ár. AFP

Eldri hjón fundust látin í faðmlögum í einbýlishúsi á Spáni í gær. Talið er að þau hafi verið látin í nokkra daga þegar þau fundust og voru þau bæði með skotsár.

Fólkið, sem er frá Bretlandi, hefur búið á Spáni í 18 ár. Að sögn lögreglu fundust engin merki um innbrot en svo virðist sem sjónvarp hafi verið fjarlægt. Þá fannst tölva í sundlaug við húsið. Talið er að hjónin hafi verið myrt. 

Hjónin áttu von á gestum í mat í gær og fundu gestirnir þau í sófa í húsinu, látin í faðmlögum. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ljóst að nokkrum sinnum var hleypt af byssu í húsinu. 

Frétt mbl.is: Áttu að mæta í matarboð í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert