Forsætisráðherra varð sér til skammar

John Key
John Key AFP

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, John Key, hefur þurft að biðja opinberlega afsökunar á því að hafa togað ítrekað í hár þjónustustúlku þegar hann heimsótti kaffihús sem hún starfar á.

Samtök kvenna á Nýja-Sjálandi hafa harðlega gagnrýnt framkomu Key en hann hefur reynt að draga úr þessu með því að segja að þetta hafi bara verið grín sem hafi verið í gangi. Hann bað konuna afsökunar og gaf henni tvær vínflöskur þegar hann hafi áttað sig á því að hún væri ekki sátt við að hann hefði togað í tagl hennar.

Konan hefur ekki verið nafngreind en atvikið átti sér stað á kaffihúsi í Auckland. Henni var samt greinilega brugðið því hún skrifar um þetta á vef þar sem hún segir Key haf grætt sig enda hafi hann ítrekað togað í tagl hennar þrátt fyrir að hún hafi gert honum það ljóst að hún vildi þetta ekki.

Eiginkonu Keys, Bronagh, var einnig nóg boðið og bað hann um að láta aumingja stúlkuna vera, segir þjónustustúlkan á blogginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert