Grunur um sprengju í Frelsisstyttunni

Frelsisstyttan er vinsæl meðal ferðamanna.
Frelsisstyttan er vinsæl meðal ferðamanna. AFP

Frelsisstyttan var rýmd í dag vegna dularfulls pakka, samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum í New York.

Hafði eyjan sem styttan stendur á verið rýmd fyrir klukkan 14:00 að staðartíma og var teymi sprengjusérfræðinga sent á staðinn.

NBC greinir frá því að lögregluyfirvöld hafi skipað fyrir um rýmingu eyjunnar eftir að hafa fengið símtal þar sem varað var við sprengju. Í kjölfarið hafi lögregluhundur fundið grunsamlega lykt á svæði með skápum þar sem gestir geta geymt eigur sínar.

Þúsundir manna heimsækja Frelsisstyttuna daglega sem er 46 metrar á hæð og var gjöf frá Frakklandi til bandarísku þjóðarinnar árið 1886.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert