Verða hengdir fyrir nauðgun og morð

Nauðganir hafa fylgt átökunum í Kasmír-héraði.
Nauðganir hafa fylgt átökunum í Kasmír-héraði. AFP

Indverskur dómstóll í Kasmír-héraði hefur dæmt fjóra karlmenn til dauða. Mennirnir voru sakfelldir fyrir að nauðga og myrða fjórtán ára stúlku. Mikil mótmæli urðu í kjölfar ofbeldisins. 

Stúlkan var myrt árið 2007 við landamærin að Pakistan. Stúlkan var skorin á háls. Henni hafði verið rænt er hún var á leið heim úr skólanum. Síðar kom í ljós að mennirnir fjórir hefðu rænt henni. Þeir voru handteknir skömmu síðar. 

Í niðurstöðu dómsins segir að mennirnir fjórir „skulu hanga þar til þeir eru dánir.“ Þeir eiga enn rétt á að áfrýja dómnum.

„Við höfum barist fyrir réttlæti í átta löng ár,“ segir faðir stúlkunnar. „Ég er ánægður að við höfum loks verið bænheyrð og fengið réttlæti.“

Á undanförnum 25 árum hafa margsinnis komið upp mál í Kasmír-héraði þar sem indverskir hermenn hafa verið sakaðir um nauðgun. Hins vegar hafa þeir afar sjaldan verið ákærðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert