26 létust í óveðri í Pakistan

Óveðrinu fylgdi gríðarleg rigning.
Óveðrinu fylgdi gríðarleg rigning. AFP

Að minnsta kosti 26 létu lífið og yfir 180 slösuðust þegar óveður gekk yfir borgina Peshawar í Pakistan í dag. Tugir bygginga hrundu auk þess sem tré og ljósastaurar féllu til jarðar. Mikil rigning fylgdi óveðrinu, og náði flóðvatn allt að einum metra á sumum stöðum í borginni. 

Óveðrinu hefur verið lýst sem litlum hvirfilbyl með vindhraða upp á 110 kílómetra á klukkustund, samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar. Forsætisráðherra landsins, Nawaz Sharif, hefur sagst harmi sleginn yfir manntjóni og öðru tjóni sem óveðrið olli.

Mikið er um illa byggð hús í borginni, sem hrynja því auðveldlega í miklum veðrum. Yfir þrjár milljónir manna búa í Peshawar.

Yfir 180 hafa slasast í óveðrinu.
Yfir 180 hafa slasast í óveðrinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert