Tekur Thorning-Schmidt við af Ban?

Helle Thorning-Schmidt og Angela Merkel eru meðal valdamestu kvenna í …
Helle Thorning-Schmidt og Angela Merkel eru meðal valdamestu kvenna í heimi en þær áttu fund saman í Danmörku í dag AFP

Forsætisráðherra Danmerkur, Helle Thorning-Schmidt, er nefnd sem mögulegur eftirmaður framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki Moon, sem lætur af starfinu í lok árs 2016.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún er nefnd til sögunnar þegar kemur að viðamiklum alþjóðlegum stöðum en háværar raddir voru um að hún ætti að verða næsti forseti Evrópuráðsins en ekkert varð af því.

Skipunartími Ban Ki Moons rennur út í árslok 2016 og þegar er byrjað að ræða um mögulegan eftirmann hans. Kona hefur aldrei gegnt starfi framkvæmdastjóra SÞ og er þegar byrjað að þrýsta á að kona taki við af Ben. Meðal þeirra sem eru nefndar er Helle Thorning-Schmidt. Sjá hér

En fjölmargar aðrar konur eru nefndar, þar á meðal kanslari Þýskalands, Angela Merkel, utanríkisráðherra Svíþjóðar, Margot Wallstöm, forseti Litháen,  Dalia Grybauskaite og forseti Chile, Michelle Bachelet.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert