3.700 flóttamönnum bjargað á Miðjarðarhafi

Frá björgun flóttafólks í fyrra. Mynd úr safni.
Frá björgun flóttafólks í fyrra. Mynd úr safni.

Nærri 3.700 flóttamönnum var bjargað utan við strönd Líbýu í gærkvöld og í morgun. Þetta er haft eftir ítölsku strandgæslunni.

Talsmaður hennar segir allar líkur á að björgunaraðgerðir muni halda áfram fram eftir degi í dag. Allir sem bjargað var hafa verið færðir til Ítalíu.

Stjórnvöld á Ítalíu sögðu að fólkinu hefði verið bjargað af ítölskum og frönskum skipum í 17 aðskildum aðgerðum. Að minnsta kosti 1.750 manns hafa látið lífið á flótta frá Afríku til Evrópu á Miðjarðarhafi.

Búist er við að enn fleiri muni reyna að fara þessa leið.

BBC greinir frá

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert