„Ég vil að þeir horfi á mig“

Sandiford les fréttir af aftöku vinar síns í fangelsisklefanum.
Sandiford les fréttir af aftöku vinar síns í fangelsisklefanum. Af vef Sandiford

Bresk amma sem búið er að dæma til dauða fyrir fíkniefnasmygl í Indónesíu, segist ætla að neita að vera með bundið fyrir augun í aftökunni. „Ég vil að þeir horfi á mig þegar þeir skjóta mig.“

Lindsay Sandiford er 58 ára. Átta karlmenn, þeirra á meðal vinur Sandiford, voru teknir af lífi í Indónesíu í síðustu viku. Hún segir í samtali við Mail on Sunday að hún sé að undirbúa sig fyrir dauðann. 

„Ég ætla ekki að vera með bundið fyrir augun. Það er ekki af því að ég sé hugrökk heldur af því að ég vil ekki fela mig, ég vil að þeir horfi á mig þegar þeir skjóta mig.“

Sandiford segist einnig ætla að syngja þegar hún verður leidd fyrir aftökusveitina. Lagið sem hún hefur valið er Magic Moments með Perry Como.

Sandiford er byrjuð að skrifa kveðjubréf til fjölskyldu sinnar. Hún segir of seint að sækja um náðun og að breska ríkið neiti að greiða frekari lögfræðikostnað.

Tveir Ástralar, fjórir Nígeríumenn, Brasilíubúi og Indónesi voru teknir af lífi í Indónesíu 29. apríl. 

Frétt mbl.is: „Á að taka mig af lífi?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert