Fé sett til höfuðs fjögurra liðsmanna Ríkis íslams

Abd al-Rahman Mustafa al-Qaduli liðsmaður Ríkis íslams
Abd al-Rahman Mustafa al-Qaduli liðsmaður Ríkis íslams Bandaríska dómsmálaráðuneytið

Bandarísk yfirvöld hafa sett 20 milljónir Bandaríkjadala, 2,7 milljarða króna, alls til höfuðs fjögurra leiðtoga Ríki íslams. Um er að ræða þá Abd al-Rahman Mustafa al-Qaduli, Abu Mohammed al-Adnani, Tarkhan Tayumurazovich Batirashvili og Tariq Bin-al-Tahar Bin al Falih al-'Awni al-Harzi.

Fjórmenningarnir eru komnir á lista yfir eftirlýsta hryðjuverkamenn hjá bandarískum stjórnvöldum en Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á tilraun tveggja manna til að fremja tilræði í Texas á sunnudag, samkvæmt frétt BBC.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið heitir því að greiða 7 milljónir Bandaríkjadala þeim sem getur veitt upplýsingar um Qaduli sem er lýst sem yfirmanni hjá Ríki íslams en hann var áður liðsmaður deildar al-Qaeda í Írak. Þeir sem geta veitt upplýsingar um þá Adnani og Batirashvili er heitið fimm milljónum dala og síðan eru settar þrjár milljónir dala til höfuðs Harzi. 

Þar er Adnani lýst sem opinberum talsmanni Ríki íslams, Batirashvili er sagður herforingi í norðurhluta Sýrlands og Harzi sagður vera yfirmaður sjálfsvígssveita Ríkis íslams.

I

Tarkhan Tayumurazovich Batirashvili liðsmaður í Ríki íslam
Tarkhan Tayumurazovich Batirashvili liðsmaður í Ríki íslam Bandaríska dómsmálaráðuneytið
Abu Mohammed al-Adnani er liðsmaður Ríkis íslams
Abu Mohammed al-Adnani er liðsmaður Ríkis íslams Bandaríska dómsmálaráðuneytið
Tariq Bin-al-Tahar Bin al Falih al-‘Awni al-Harzi er liðsmaður Ríkis …
Tariq Bin-al-Tahar Bin al Falih al-‘Awni al-Harzi er liðsmaður Ríkis íslams Bandaríska dómsmálaráðuneytið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert