Vilja uppbyggingu á Gazaströndinni

Tugir palestínskra kvenna komu saman í dag fyrir framan höfuðstöðvar stofnunar Sameinuðu þjóðanna um flóttamannamál Palestínumanna á Gazaströndinni og hvöttu til þess að enduruppbygging yrði hafin í kjölfar átaka Hamas-samtakanna og Ísraelshers síðasta sumar.

Fram kemur í frétt AFP að átökin hafi leitt til þess að 100 þúsund manns misstu heimili sitt. Enduruppbygging hefur ekki enn hafist á svæðinu í kjölfar átakanna. Haft er eftir aðstandendum mótmælanna að konur þyrftu ekki síst á því skjóli að halda sem heimili veittu. Margar fjölskyldur væru án heimilis í kjölfar átakanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert