Eignaðist fjórbura 65 ára gömul

Raunigk eignaðist fjórbura í dag.
Raunigk eignaðist fjórbura í dag. Skjáskot af vef RTL

Annegret Raunigk eignaðist í dag þrjá stráka og eina stúlku á spítala í Berlín. Ólétta hennar vakti mikla athygli þar sem Raunigk er 65 ára gömul og átti fyrir 13 börn og sjö barnabörn.

Raunigk er einstæð og segist hún hafa ákveðið að eignast annað barn þegar 10 ára dóttir hennar sagðist vilja eignast lítil systkini. Hún fór í tæknifrjóvgun til Úkraínu þar sem hún varð ólétt.

Miklar deilur spunnust um óléttuna en hún hefur alltaf sagst aðeins vera að fylgja sínum eigin draumum. Sumir læknar hafa efast um líkamlega getu hennar til að eignast barn en börnin sem fæddust í dag virðast öll heilbrigð, þótt þau hafi fæðst aðeins fyrir tímann.

Raunigk er þó ekki elsta konan til að eignast barn í heiminum. Það met á Maria del Carmen Bousada Lara. Hún var 66 ára gömul þegar hún eignaðist tvíbura árið 2006 á Spáni. Sumir telja að metið hafi fallið árið 2008 þegar Omkari Panwar frá Indlandi eignaðist tvíbura árið 2008 en það met er enn óstaðfest.

Sjá frétt mbl.is: 65 ára á von á fjórburum

Sjá frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert