Morðgátan loks leyst?

AFP

Í nýrri bók um hrottaleg morð í frönsku Ölpunum árið 2012 eru leiddar líkur að því að fyrrverandi hermaður í frönsku útlendingaherdeildinni hafi myrt fólkið.

Ríkissaksóknari Frakklands, Eric Maillaud, segir að hermaðurinn, Patrice Menegaldo, sé helst grunaður um að hafa myrt Saad al-Hilli, eiginkonu hans, Iqbal, tengdamóður hans, Suhaila og franska hjólreiðamanninn Sylvain Mollier.

Menegaldo framdi sjálfsvíg í júní í fyrra eftir að hafa verið yfirheyrður sem vitni í málinu.

Að sögn lögreglu var Menegaldo fullfær um að skipuleggja og fremja kaldrifjuð morð líkt og framin voru skammt frá Annecy í frönsku Ölpunum í september 2012.

Fólkið var skotið til bana af stuttu færi. Lík al-Hilli fjölskyldunnar fundust í bifreið þeirra og hjólreiðamaðurinn Mollier fannst látinn þar skammt frá. Tvær ungar dætur Al-Hilli sluppu lifandi.

Grunur féll á eldri bróður al-Hilli, Zaid, sem hafði deild við Saad um auðæfi sem þeir erfðu eftir föður sinn.

Í bókinni The Perfect Crime, sem er skrifuð af  blaðamanni Daily Mirror, Tom Parry, en hann skrifaði um morðin á sínum tíma. í bókinni kemur fram að Menegaldo hafi þekkt hjólreiðamanninn en þeir voru frá sama bæ, Ugine.

Svipti sig lífi eftir yfirheyrslu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert