Sagði sprengju á vellinum til að bjarga kærustunni

AFP

Franska lögreglan hefur handtekið mann sem sagði sprengju vera á flugvelli til að seinka flugi kærustunnar. Sprengjuhótunin var vissulega gabb en kærastan var að verða of sein í flug og því greip kærastinn til þessa ráðs.

Maðurinn er 33 ára og hringdi á flugvöllinn í Bordeaux-Merignac í suðvesturhluta Frakklands og sagði að það væri sprengja á flugvellinum.

Lögreglan innsiglaði strax flugvöllinn og hóf leit að sprengjunni.

Maðurinn viðurkenndi við yfirheyrslu hjá lögreglunni að hafa hringt á flugvöllinn og segja sprengju þar að finna. Hann gaf þá skýringu að hann vildi seinka flugi kærustunnar þar sem hún hefði verið föst í umferðarteppu.

Þetta mun kosta hann skildinginn og jafnvel fangelsisdóm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert