Þjóðverjar grípa til landamæragæslu

EPA

Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að taka tímabundið upp hefðbundna landamæragæslu gagnvart þeim Evrópuríkjum sem eiga landamæri að Þýskalandi. Landamæragæslan verður í gildi á meðan fundur G7 ríkjanna fer fram í landinu dagana 26. maí - 15. júní.

Ríkjum, sem aðild eiga að Schengan-samstarfinu, er heimilt að grípa til tímabundins hefðbundins landamæraeftirlits þegar talin er þörf á að tryggja aukið öryggi. Hafa ýmis ríki sem aðild eiga að samstarfinu, sem gengur út á að fella niður hefðbundið landamæraeftirlit á milli aðildarríkjanna en auka það á svonefndum ytri landamærum svæðisins, nýtt þessa heimild í gegnum tíðina. Þar á meðal Ísland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert