Ætlaði að henda múmíu á haugana

Eftir að hafa naumlega sloppið frá ruslahaugunum fyrir um áratug síðan hefur hin forna egypska múmía, Ta-Iset, fengið uppreisn æru. Eftir lagfæringar verður henni komið fyrir á safni í Rueil-Malmaison-hverfinu í París, á svipuðum slóðum og hún fannst á sínum tíma.

Fyrir um áratug reyndi kona að losa sig við múmíuna. Hún kom á ruslahaugana og var spurð hvort hún væri með timbur meðferðis. „Nei þetta er múmía,“ sagði konan. Starfsmenn ruslahauganna tóku það ekki í mál að henda henni en konan vitjaði hennar aldrei aftur. 

Haft var samband við safn í hverfinu sem tók við henni og þar er múmían nú til sýnis. Bæjarstjórinn í Rueil-Malmaison lítur á múmíuna sem verðmætustu eign bæjarins. Talið er að múmían sé af fimm ára stúlku sem var uppi um 350 árum fyrir Krist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert