16 ára grunaður um tvö morð

Wikipedia

16 ára unglingur er nú í haldi lögreglu í Bretlandi, grunaður um tvö morð. Er hann annars vegar grunaður um að hafa stungið hina 31 árs Nahid Almanea frá Sádí-Arabíu í júní fyrir tæpu ári og hins vegar að hafa stungið hinn 33 ára James Attfield 102 í garði í mars sama ár með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Unglingurinn situr í gæsluvarðhaldi.

Bæði morðin voru talin gefa til kynna að morðinginn réðist á fólk án sérstakrar ástæðu en ekkert tengdi fórnarlömbin tvö saman. Lögregla varaði fólk við að vera eitt á ferli.

Attfield var með heilaskemmdir og átti erfitt með að verja sig. Hann fannst alvarlega slasaður í garði og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést.

Almanea var á leið í skólann þegar unglingurinn réðst á hana. Hún gekk venjulega samferða bróður sínum en þar sem hann þurfti að mæta fyrr þennan dag var hún ein á ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert