Fundu verkamenn - ekki glæpamenn

Af Wikipedia

Lögregla í norðausturhluta Þýskaland brást skjótt við er tilkynnt var um hóp manna, vopnaðan hnífum og spýtum sem gengi um götur bæjarins Ludwigslust. Í ljós kom að fólkið hafði ekkert illt í hyggju heldur var það á leiðinni út á akur að sækja aspas-uppskeruna.

Lögreglan segir að maður hafi hringt á lögreglustöðina á laugardag og tilkynnt um hóp 10-15 manna sem væri vopnaður. Það tók lögregluna aðeins nokkrar mínútur að koma á staðinn. Á veginum var vissulega hópur fólks með hnífa og prik en þetta voru verkfæri og fólkið á leið að safna aspas í hús, segir í frétt AP-fréttastofunnar um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert