Eyðileggja íslömsk grafhýsi

Palmyra.
Palmyra. AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa eyðilagt tvö forn íslömsk grafhýsi við borgina Palmyra í Sýrlandi. Samtökin náðu borginni á sitt vald fyrir mánuði síðan en hún er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.

Þetta er haft eftir Maamoun Abdulkarim, yfirmanni fornminjamála í landinu, í frétt AFP. Hann segir að samtökin hafi fyrir þremur dögum síðan sprengt í loft upp grafhýsi Mohammed bin Ali, sem var afkomandi frænda Múhameðs spámanns múslima, og íslamska trúarleiðtogans Nizar Abu Bahaaeddine.

Ríki íslams hefur til þess að eyðilagt í það minnsta 50 grafhýsi sem voru á bilinu 100-200 ára gömul á svæðinu að sögn Abdulkarims. „Þeir telja þessi grafhýsi ganga gegn trú þeirra og banna allar heimsóknir á þessa staði.“ Vígamenn hryðjuverkasamtakanna telji að grafir eigi ekki að vera sjáanlegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert