Minnst 45 látnir eftir flugslysið

Vélin lenti á íbúðarhverfi.
Vélin lenti á íbúðarhverfi. AFP

Minnst 45 eru látnir eftir flugslys í Indónesíu í morgun þar sem herflugvél hrapaði niður á íbúðarhverfi í borginni Medan á eynni Súmötru stuttu eftir flugtak. Alls voru 113 um borð í vélinni, þar af 12 áhafnarmeðlimir og 101 farþegi.

Vélin, sem var af gerðinni C-130 Hercules, var aðeins á lofti í um tvær mínútur en hún hrapaði og lenti á hóteli og húsum í hverfinu. Sprengingar urðu og mikið eldhaf myndaðist.

Að minnsta kosti 43 lík hafa fundist, þar af eitt barn, en að sögn talsmanns Rauða krossins á svæðinu eru fleiri lík við rústir vélarinnar. 

Ekki er ljóst hvað olli því að vélin hrapaði, en hún hafði farið í gegnum öryggisathugun á flugvellinum áður en hún fór í loftið. Vitni sagði þó í samtali við AFP fréttastofuna að vélin hafi verið óstöðug um leið og hún tókst á loft og fljótlega hafi farið að leggja reyk frá henni. 

Stór hóp­ur björg­un­ar­manna, lög­reglu­manna og slökkviliðs var mætt­ur á svæðið stuttu eft­ir að vél­in hrapaði. Þykk­an svart­an reyk legg­ur frá svæðinu og mörg hús í kring eru skemmd sam­kvæmt AFP-frétta­veit­unni.

Sam­kvæmt fjöl­miðlum í Indó­nes­íu sam­an­stóð áhöfn­in af þrem­ur flug­mönn­um, ein­um sigl­inga­fræðingi og átta tækni­mönn­um.

Þetta er í annað sinn á 10 árum sem fugvél hrapar í borginni, en Boeing 737 farþegavél hrapaði þar 2005 skömmu eftir flugtak með henni fórust 143 og 30 manneskjur létust á jörðu niðri.

Ættingjar hinna látnu syrgja í kjölfar slyssins.
Ættingjar hinna látnu syrgja í kjölfar slyssins. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert