Faðir klappstýrulistarinnar látinn

Lawrence Herkimer var lipur náungi.
Lawrence Herkimer var lipur náungi.

Faðir klappstýrulistarinnar, Lawrence Herkimer, er látinn 89 ára að aldri úr hjartastoppi. Þessu greinir BBC frá. Herkimer, eða „Herkie“ eins og hann var kallaður byggði upp viðskiptaveldi með því að opna klappstýrubúðir og þróa sérstakan klappstýrubúnað, t.a.m. dúskana sem eru helsta einkennismerki klappstýra.

Sitt sýnist hverjum um klappstýrur en í Bandaríkjunum eru þær oft ekki einungis augnayndi heldur jafnframt íþróttamenn sem keppa sín á milli. Hafa klappstýrur minnst þessa föður íþróttarinnar með því að framkvæma „The Herkie“, sem var hans einkennis hopp og deila myndum af því á samfélagsmiðla.

Herkimer stofnaði landssamtök klappstýra og tímarit tileinkað listinni þegar hann var í háskóla námi í Texas. Eftir útskrift árið 1948 fékk hann 600 Bandaríkjadali lánaða hjá fjölskylduvini og stofnaði klappstýrufyrirtæki í bílskúrnum heima hjá sér.

52 stúlkur og einn drengur tóku þátt í fyrstu sumarbúðunum sem hann hélt og ári síðar hafði þátttakendum fjölgað í 350. Herkimer var með einkaleyfi fyrir klappstýrudúskum sem áttu eftir að verða lykilatriði í klappstýrulistinni. Er hann einnig sagður hafa fundið upp „the spirit stick“ sem er annar lykilaukahlutur við fagn og fjör.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/4szT9dnHZF/" target="_top">#RIP #LawrenceHerkimer ✨🎉💥 Now you're #cheering in heaven. We thank you. ❤️ I Encouraged kids- from elementary school to high school - to learn about #cheerleading #history. There is so much #American #Pride in the #Sport! And yes, it's worthy of becoming an #Olympic Event. ❤️❤️❤️⚪️⚪️⚪️💙💙💙🇺🇸🇺🇸🇺🇸 #cheerleading #America #love #Herkie #NCA #NationalCheerleadersAssociation #Varsity #Highschool #College #Athletics #Pompoms . {Inventor of Pompoms, camp, uniforms, jumps, cohesive cheers...} #imsad</a>

A photo posted by Kerryluvcat (@kerryluvcat) on Jul 3, 2015 at 9:00pm PDT

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/4r-i4NPt97/" target="_top">In tribute of Lawrence "Herkie" Herkimer who passed this week, NCA asked past and present cheerleaders to take a photo of ourselves doing the Herkie jump. Looks like once a cheerleader, always a cheerleader! #Herkie #GoBears #UCA #NCA #StillGotIt</a>

A photo posted by @danomanic on Jul 3, 2015 at 1:18pm PDT

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/4ss3h6nMir/" target="_top">The inventor of the herkie died 2 days ago and in his honor I did the #herkie R.I.P Herkie Herkimer @luv2cheerextreme @ncacheer</a>

A photo posted by Oh_Riley💋 (@riley_caitlin) on Jul 3, 2015 at 8:03pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert