Heitar belgískar sumarnætur

Það er gott að fara í vatnsslag í hitanum.
Það er gott að fara í vatnsslag í hitanum. AFP

Aðfaranótt laugardags var heitasta nótt sem mælst hefur í Belgíu frá upphafi mælinga árið 1833. Lægstur varð hitinn 24,5 gráður í Brussel þessa heitu nótt og var metið frá 2002 slegið en þá fór næturhiti lægst í 23,9 gráður.

Hitabylgja hefur geisað í Evrópu undanfarna daga og hafa hitamet verið slegin í Frakklandi og Bretlandi. Auk þess hefur hár hiti mælst í Hollandi, Belgíu og á Spáni. 

Til að veðurskilyrði geti kallast hitabylgja þarf hiti að mælast yfir 25 gráður fimm daga í röð og á þremur af þeim dögum þarf hitinn að ná 30 gráðum. Þetta er fyrsta hitabylgjan í Belgíu síðan í júlí árið 2013.

Til gamans má geta að samkvæmt þessari skilgreiningu hefur aldrei orðið hitabylgja hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert