Kóralrifið með augum skjaldbökunnar

Samtökin World Wildlife Fund Australia hafa gefið út myndband sem sýnir Kóralrifið mikla meðfram norðurströnd Ástralíu með augum skjaldböku. Starfsmenn samtakanna festu GoPro myndavél á skjöld skjaldbökunnar og hún synti um í 15 mínútur áður en hún hristi myndavélina af sér. Myndbandið er mjög hrífandi en því er ætlað að undirstrika að rifinu stafi enn gríðarleg ógn af mengun í vatni og loftslagsbreytingum þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi ekki enn viljað setja kóralrifið á lista yfir lífríki í útrýmingarhættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert