„Vorum kallaðar lygarar“

Bill Cosby
Bill Cosby AFP

Síðastliðið ár hafa 35 konur stigið fram og sakað sjónvarpsstjörnuna Bill Cosby um að hafa misnotað eða nauðgað sér á síðustu fjörtíu árum. Cosby hefur aldrei verið ákærður vegna málanna og staðfastlega haldið fram sakleysi sínu.

Greint var frá því í gærkvöldi að Cosby hefði játað í vitnaleiðslum árið 2005 að hafa byrlað konu eiturlyf og misnotað hana kynferðislega. Málinu lauk með dómssát árið 2006.

Frétt mbl.is: Cosby viðurkenndi brot sitt

Nokkrar kvennanna sem borið hafa sakir á Cosby segjast þessar fréttir sanna réttmæti frásagna þeirra. „Þetta er stórt. Ég hef unnið og lengi og ötullega að því að segja sögu mína og öskrað hana við lítil viðbrögð,“ segir Barbara Bowman, en hún segir Cosby hafa misnotað hana oft á níunda áratug síðustu aldar. „Það var eins og allt snerist um 180 gráður á einni mínútu.“

Joan Tarshis hefur greint frá því að Cosby hafi nauðgað henni þegar hún var nítján ára sagði í samtali við CNN að hún hefði aldrei trúað því að þessi dagur kæmi.

„Til að byrja með hélt ég þessu leyndu þar sem ég var of hrædd til að ræða þetta, vegna valds Cosby. Síðan, þegar við komum út, fjöldi kvenna gerði það líka, vorum við kallaðar lygarar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert