Þreif barn af brjósti móður

Það er réttur kvenna að geta gefið börnum sínum brjóst.
Það er réttur kvenna að geta gefið börnum sínum brjóst. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bresk móðir segir að öryggisvörður í verslun Primark hafi þrifið barn hennar af brjósti þegar hún var að gefa því að drekka og hent henni út úr búðinni.

Independent greinir frá færslu Caroline Starmer á Facebooksíðu brjóstagjafarhóps, Free to Feed, að hún hafi verið að gefa hungraðri níu mánaða gamalli dóttur sinni brjóst á afviknum stað í verslun Primark í Leicester í gær þegar öryggisvörður kom og skipaði henni að yfirgefa búðina.

Starmer, sem er fjögurra barna móðir, segist hafa reynt að útskýra fyrir öruggsverðinum að hún mætti lögum samkvæmt gefa barni sínu brjóst í búðinni.

Við þessi ummæli hennar stigmagnaðist deilan og öryggisvörðurinn þreif stúlkuna af brjósti og fór með hana í burtu með þeim orðum að ef hún vildi fá dóttur sína þá yrði hún að koma að sækja hana.

Að sögn Starmer hafði hún og eiginmaður hennar samband við lögreglu sem rannsakar málið og eins er málið til rannsóknar hjá Primark því ekkert bannar það að konur megi gefa börnum brjóst í versluninni.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert