Voðaverkinu mótmælt í Istanbul

Móðir manns sem lést í árásinni grætur við úthöfn í …
Móðir manns sem lést í árásinni grætur við úthöfn í Gaziantep. AFP

Lögregla í Tyrklandi beitti táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum í Istanbul í gær, en þeir söfnuðust saman til að sýna samstöðu með fórnarlömbum sjálfsmorðsárásar í bænum Suruc. 31 lét lífið og að minnsta kosti 100 særðust.

Flestir þeirra sem léstust í sprengingunni í menningargarðinum Amara voru háskólanemar, sem hugðust ferðast yfir landamærin til Sýrlands til að taka þátt í uppbyggingu borgarinnar Kobane.

„Krakkar öskruðu, allir öskruðu og hlupu um,“ sagði vitni að árásinni í samtali við CNN. „Allir voru í sjokki en reyndu að hjálpa.“ Erhan Subasi sagði að líkamspartar hefðu legið á víð og dreif og að lykt af brenndum líkamsleifum hefði legið í loftinu.

Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér en yfirvöld í Tyrklandi telja að hryðjuverkasamtökin Ríki íslam hafi átt þátt að máli og hefur CNN eftir tyrkneskum embættismann að stjórnvöld telji að um hafi verið að ræða hefndaraðgerðir vegna baráttu Tyrkja gegn hryðjuverkastarfsemi.

Fjölmenni var við útför þeirra sem létust.
Fjölmenni var við útför þeirra sem létust. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert