Mál gegn Cosby fær grænt ljós

Í gegnum tíðina hafa margar konur stigið fram og sagt …
Í gegnum tíðina hafa margar konur stigið fram og sagt frá því hvernig Cosby beitti þær kynferðisofbeldi. Myndin af Cosby er frá 2009. AFP

Einkamál gegn Bill Cosby mun fara fyrir dóm. Kona sem er sextug í dag, höfðar málið og segir Cosby hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi á Playboy-setrinu árið 1974 er hún var fimmtán ára. Cosby reyndi að koma í veg fyrir að málið færi fyrir dóm en hæstiréttur Kaliforníuríkis hafnaði beiðni hans um að endurskoða málið og því geta lögmenn konunnar, Judy Huth, tekið skýrslu af Cosby. 

Meira en 40 konur hafa ásakað leikarann um misnotkun og ofbeldi. Flest eru málin frá því fyrir nokkrum áratugum síðan. 

Í einhverjum málanna hefur Cosby gert dómssátt við fórnarlömb sín. 

Lögreglan í Los Angeles staðfestir að hún sé að rannsaka „ákveðnar kvartanir“ gegn Cosby.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert