Ræðir réttindi samkynhneigðra í Kenía

Fjölmiðlar í Kenía eru uppfullir af fréttum um komu Obama …
Fjölmiðlar í Kenía eru uppfullir af fréttum um komu Obama þangað. AFP

Barack Obama ætlar að tala hreinskilningslega um réttindi samkynhneigðra við leiðtoga Afríkuríkja. Hann er nú á leið til Kenía en þangað á hann ættir sínar að rekja.

„Ég er ekki aðdáandi misréttis og ofbeldis á grundvelli kynþáttar, trúar, kynhneigðar eða kyns,“ segir Obama við BBC. 

Hann mun einnig ræða um baráttuna gegn uppgangi öfgamanna á ferð sinni um Austur-Afríku. Hryðjuverkasamtökin Al Shebab hafa ítrekað gert mannskæðar árásir í Kenía vegna veru keníska hersins í Sómalíu. 

Obama er nú á leið til Kenía í sinni fyrstu heimsókn þangað síðan hann var kjörinn forseti. Hann mun einnig verða fyrsti forseti Bandaríkjanna til að ávarpa Afríkuráðið en það mun hann gera í Eþíópíu á sunnudag.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert