Obama stefnir á Kilimanjaro

Að klífa Kilimanjaro, safaríferð í Masai Mara-þjóðgarðinn, strandferðalag til eyjarinnar Lamu. Allt þetta er á lista Barack Obama Bandaríkjaforseta yfir hluti sem hann ætlar sér að gera eftir að hann lætur af embætti.

Þetta kom fram í viðtali forsetans á útvarpsstöðinni Capital FM, sem hann veitti við lok heimsóknar sinnar til Kenía. Hann sagðist gera sér grein fyrir að hann ætti enn eftir að kynna sér ýmsa staði í þessu „fallega landi“ og víðar í Afríku.

„Að klífa Kilimanjaro virðist mér vera eitthvað sem ætti að vera á aðgerðalista mínum þegar hætti. Leyniþjónustan er almennt ekki fylgjandi því að ég klífi fjöll en vonandi kemst ég upp með eitthvað þvíumlíkt sem almennur borgari,“ sagði forsetinn.

Obama sagðist hugfanginn af Masai Mara og Serengeti þjóðgörðunum í Kenía og Tanzaníu og að hann ætti hugljúfar minningar frá eyjunni Lamu, en þangað ferðaðist hann ásamt eiginkonu sinni Michelle þegar þau voru trúlofuð.

Hann sagðist einkum minnugur þess þegar hann veiddi fisk sem skipstjóri eldaði á staðnum. „Það var merkilegt,“ sagð hann.

Forsetinn ræddi við Olive Burrows, framleiðanda hjá Capital FM.
Forsetinn ræddi við Olive Burrows, framleiðanda hjá Capital FM. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert