Aftur flogið til Rómar

AFP

Starfsemi Fiumicino-flugvallar í Róm er kominn aftur í samt horf eftir að öllu flugi var aflýst vegna elds í skóglendi í nágrenni vallarins. Reyk lagði yfir völlinn og var því ákveðið að fresta öllu flugi til og frá vellinum. 

Ítalska flugfélagið Alitalia segir í færslu á Twitter að nú sé starfsemin aftur komin í samt horf. Slökkvilið hafa náð tökum á skógareldinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert