Starfsmaður neyðarlínunnar skellti á

Sjúkrabifreið í Daytona.
Sjúkrabifreið í Daytona. AFP

 „Allt í lagi, veistu hvað fröken? Þú getur sjálf sinnt þessu,“ sagði starfsmaður neyðarlínunnar í Albuquerque við konu sem var að reyna að bjarga deyjandi vini sínum.

Hinn 17 ára Jaydon Chavez Silver var skotinn þann 26. júní í heimahúsi þar sem hann var í partýi. Farþegi um borð í bifreið sem ekið var fram hjá húsinu hóf að sjóta á allt sem fyrir varð.

 Í kjölfarið hringdi vinkona Silver í neyðarlínuna í miklu uppnámi og í upptöku af símtalinu sem KRQE hefur birt má heyra slökkviliðsmanninn Matthew Sanchez, sem var á vakt á neyðarlínunni þetta kvöld, skella á vinkonuna í því sem hún reynir að veita vini sínum fyrstu hjálp.

<iframe frameborder="no" height="450" scrolling="no" src="https://w.soundcloud.com/player/?url=https%3A//api.soundcloud.com/tracks/216731171&amp;auto_play=false&amp;hide_related=false&amp;show_comments=true&amp;show_user=true&amp;show_reposts=false&amp;visual=true" width="100%"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

„Andar hann?“ heyrist Sanchez spyrja.

„Hann andar varla,“ svarar vinkonan. „Hversu fokking oft þarf ég að segja þér það?“

„Allt í lagi, veistu hvað fröken? Þú getur sjálf sinnt þessu. Ég ætla ekki að taka þessu allt í lagi?“

Samkvæmt Buzzfeed hafði neyðaraðstoð þegar verið send á svæðið þegar Sanchez lagði á en Silver lést síðar af sárum sínum.

Sanchez hefur verið færður til í starfi á meðan á innri rannsókn stendur yfir. Rannsókn á skotárásinni stendur einnig enn yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert