Lögreglumaður skotinn til bana

AFP

Lögreglumaður var skotinn til bana í borginni Memphis í Bandaríkjunum í gær. Leit er hafin að byssumanninum.

Lögreglumaðurinn, hinn 33 ára gamli Sean Bolton, var við reglubundin eftirlitsstörf þegar skothríðin hófst. Hann var fluttur umsvifalaust á spítala í alvarlegu ástandi og lést þar af sárum sínum.

Ekki er vitað hver byssumaðurinn er, en viðbúnaður lögreglu er töluverður í borginni.

Atvikið á sér stað aðeins nokkrum dögum eftir að lögreglumaður í Ohio var ákærður fyrir morð, en hann skaut mann eftir að hafa stöðvað hann við reglubundið umferðareftirlit 19. júlí síðastliðinn.

Ákæru­valdið sagði viðbrögð lög­regluþjóns­ins út í hött. Þau hefðu verið knú­in af reiði.

Ekki er vitað hvort skotárásin í gær tengist árásinni í Ohio eða öðrum árásum, að því er segir í frétt AFP.

„Við biðjum fyrir fjölskyldunni, við biðjum fyrir samstarfsfélögum lögreglumannsins og fyrir allri borginni,“ sagði A.C. Wharton, borgarstjóri Memphis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert