Kyrkislanga á flótta

Kyrkislanga
Kyrkislanga AFP

Í Malmö í Svíþjóð er lögreglan ekki að eltast við selskóp heldur 2,5 metra langa kyrkislöngu sem skreið á brott í gærkvöldi og er enn ófundin. Þetta er annað skiptið á tveimur dögum sem slangan strýkur að heiman.

Talið er að slangan hafi stungið af í gegnum rifu á rúðu í bifreið eigandans en henni var lagt við Hyacintgötu í Malmö.

Í frétt Dagens Nyheter kemur fram að eigandi slöngunnar hafi hringt í lögreglu um þrjú leytið í nótt til þess að tilkynna hvarf gæludýrsins.

Að sögn Hans Nilssons, talsmanns lögreglunnar í Malmö, segist eigandinn hafi skilið hana eftir eitt augnablik í bílnum. Þar sem það var fremur kalt í veðri í Malmö í morgun er fullvíst að kyrkislangan hefur hringað sig saman einhvers staðar og lætur lítið fyrir sér fara.

Ekki er talið að almenningi stafi hætta af slöngunni en það geti hrætt fólk að mæta kvikindinu. Á laugardagsmorgun stakk hún einnig af en fannst þá í stigagangi húss.

Samkvæmt Vísindavef HÍ er r ekki til sérstakur flokkunarhópur fyrir kyrkislöngur, heldur vísar heitið til slangna sem kremja og kreista bráð sína til dauða frekar en að bíta hana og lama með eitri. Stærstu slöngur heims eru kyrkislöngur og þær eru jafnframt meðal þyngstu skriðdýra.

Kyrkislanga
Kyrkislanga AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert