108 hafa greinst með hermannaveiki

AFP

Alls hafa 108 greinst með hermannaveiki í New York. Þar af hafa tíu látist en 94 hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna sjúkdómsins.

Borgaryfirvöld í New York telja að faraldurinn sé á undanhaldi en fyrsti sjúklingurinn greindist fyrir tæpum mánuði, þann 10. júlí sl. í Bronx hverfinu sem er fátækasta hverfi borgarinnar.

Á Vís­inda­vef Há­skóla Íslands kem­ur fram að her­manna­veiki or­sak­ast af bakt­eríu sem kall­ast Leg­i­o­nella pneu­mophila. Sýk­ing af völd­um þess­ar­ar bakt­eríu greind­ist fyrst eft­ir ráðstefnu gam­alla banda­rískra her­manna sem hald­in var á hót­eli í Fíla­delfíu árið 1976. Hátt í 200 manns veikt­ust og marg­ir dóu. Við krufn­ingu fannst bakt­erí­an í sýni frá lung­um. Nú eru þekkt­ar yfir 40 teg­und­ir Legíónella–bakt­erí­unn­ar en ein­ung­is fáar þeirra eru sjúk­dómsvald­andi í mönn­um.

Nátt­úru­leg heim­kynni bakt­erí­unn­ar eru í vatni, hún þolir hita­stig frá 0–63°C en kjör­hita­stig henn­ar er um það bil 30–40°C. Legíónella-bakt­erí­an get­ur lifað árum sam­an í vatnstönk­um við 2–8°C og sest oft að í lokuðum end­um pípu­lagna stórra bygg­inga þar sem vatnið stend­ur kyrrt og hita­stig er ekki hátt.

Helstu ein­kenni her­manna­veiki eru hiti, hroll­ur, hósti, bein­verk­ir, höfuðverk­ur, lyst­ar­leysi og stund­um niður­gang­ur. Lungna­bólga er alltaf hluti af sjúk­dóms­mynd­inni. Gang­ur sjúk­dóms­ins er misslæm­ur og dauðsföll verða í 5–30% til­fella. Meðgöngu­tími her­manna­veiki er 2–10 dag­ar.

Legíónella-bakt­erí­an smit­ast þegar svifúði (aerosol) mynd­ast frá vatns­leiðslum eða vatnstönk­um. Slík svifúðamynd­un á sér oft­ast stað út frá loft­kæl­ing­um og kæliturn­um sem ætlaðir eru til kæl­ing­ar í stóru iðnaðar­hús­næði, hót­el­um og versl­un­ar­miðstöðvum. Vitað er um til­felli eft­ir svifúðamynd­un út frá heit­um nuddpott­um og gufu- og raka­gjafa í græn­metis­versl­un. Sjúkra­hús­sýk­ing­ar hjá inniliggj­andi sjúk­ling­um hafa einnig komið upp. Smit manna á milli á sér hins veg­ar ekki stað.

Vitað er að sjúkdómurinn hefur dreifst með bakteríu sem hefur fundist í kælikerfum fimm byggingum í Suður-Bronx. 

Sjúkdómurinn hefur bitnað verst á íbúum í Bronx - fátækasta …
Sjúkdómurinn hefur bitnað verst á íbúum í Bronx - fátækasta hverfi New York borgar. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert