Viltu svæfa barnið þitt á mettíma?

Kápa bókarinnar.
Kápa bókarinnar. Skjáskot/Independent

Flestallir foreldrar kannast við baslið sem getur fylgt því að svæfa börnin. Sænski sálfræðingurinn Carl-Johan Forssen Ehrlin hefur gefið út bók sem er sniðin að þörfum foreldra sem vilja svæfa krílin á örskömmum tíma. Independent greindi frá málinu.

Síðan bókin „The Rabbit Who Wants to Fall Asleep“ kom út hefur hún strax farið efst á lista Amazon yfir mest seldu bækurnar.

Foreldrar eru hvattir til að lesa bókina hægt og í rólegum tón fyrir börnin. Bókin fjallar um kanínu sem þarf hjálp við að sofna og eiga foreldrar að stöðva lestur á ákveðnum stöðum og geispa á öðrum. Sé rétt farið að á barnið að sofna eftir lestur bókarinnar, sem er ekki nema 26 blaðsíður.

„Þessi bók markar ákveðin þáttaskil því hún notar sálfræðilegar aðferðir við svæfingu. Bókin hjálpar barninu að slaka á, sofna fljótt og örugglega og sofa vel alla nóttina,“ sagði höfundurinn, Forssen Ehrlin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert