244 stúlkur fengu nafnið Arya

Maisie Williams fer með hlutverk Aryu Stark.
Maisie Williams fer með hlutverk Aryu Stark. AFP

244 stúlkur í Englandi og Wales voru nefndar Arya á síðasta ári, í höfuðið á yngstu dóttur Ned Stark í þáttunum Game of Thrones. Þá fengu 53 stúlkur nafnið Khaleesi, drekamóðurinnar í sömu þáttaröð. Átján drengir voru nefndir eftir Theon Greyjoy og sautján eftir Tyrion Lannister.

Nöfnin Oliver og Amelia voru aftur á móti vinsælustu nöfnin á þessu svæði í fyrra, annað árið í röð. 6.649 drengir fengu nafnið Oliver og 5.327 stúlkur nafnið Amelia.

Nafnið Dexter nýtur meiri vinsælda en áður og þá tók nafnið Harper stærsta stökkið milli ára á lista yfir stúlkunöfn. Þess má geta að stúlka Davids Beckham ber nafnið Harper en hún fæddist árið 2011. Nafnið va í áttugasta og níunda sæti á listanum í fyrra og hefur þar með farið upp um 3.636 sæti frá árinu 2004.

Frétt BBC um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert